Annasamt líf

Það er ágætt að gefa sér tíma í lok hverrrar viku og renna yfir hana, svona til að átta sig á því hvort maður hafi gert eitthvað að viti Wink Ég fór t.d. út að borða á Hótel Selfoss á afmælisdaginn (mánud.kv.), horfði á DVD (þriðjud.kv. + fimmtud.kv.), blind date (miðvikud.kv.) og vinna (föstud.kv.). Sem sé ég gerði bara slatti margt að viti.

En aðal fréttin er samt sú að ég drusslaðist í ræktina í gær, eftir rúmlega 2 mánaða hlé Blush og komst að því að kortið mitt rennur út 19.sept. Ekki seinna vænna að byrja aftur. Ég ætla reyndar að kaupa aftur árskort en færa mig um stað, hætta hjá Báru og fara í Hreyfingu. Ég gerði veðmál við Söru hjúkkunema um að losna við lágmark 5 kg. fyrir jólin og allt þar yfir er plús. Við viktuðum okkur í gær, og vá það var nett hjartaáfall á staðnum. Sem betur fer voru við staddar í vinnunni (hjartadeild) þannig að það var hægt að hnoða okkur í gang (smá ýkjur, en samt). Sú sem tapar á að splæsa rauðvíni og osta fyrir 4000 kr. á hina. Ég ÆTLA SKO EKKI AÐ TAPA!!!!! Þannig að nú er ég bara að undirbúa mig andlega fyrir líkamlegu átökin. Bless súkkulaði, sukkfæði, djamm ofl. Crying Okey kannski ekki alveg djamm, en bara x2 svar til jóla.

Jæja best að fara að hreyfa sig. Kveð að sinni, Solla stirða Grin


Birthday girl

Ég á afmæli í dag,

ég á afmæli í dag,

ég á afmæli ég Solla,

ég á afmæli í dag.

Léttgeggjuð á þessu. Spurning hvað maður ætti að gera spes í dag. Fer út að borða í kvöld með familyen, annars held ég að ég liggi bara í leti og geri minna en ekkert. Og ætla að byrja á því NÚNA Grin Kveð að sinni, Solla birthday girl.


Þunn, þynnri....

Vá hvað ég skemmti mér vel í gær og vá hvað ég fæ að finna fyrir þeirri skemmtun í dag Sick Gærkvöldið byrjaði á góðri rifjasteik á T.G.I Friday´s með tveimur mjög góðum vinum. Annar þeirra gaf mér hagkvæma afmælisgjöf sem ég get nýtt mér vel í mínu karlmannsleysi LoL

Síðan fórum við til Pálu vinkonu til að byrja að sötra, og þaðan niður í bæ. Nokkrar myndir voru teknar og skelli ég þeim inn fljótlega. Ég var eitthvað svo mikið að flýta mér að drekka að ég kláraði nánast heila Gin flösku, og þið sem þekkið mig vitið hvað ég er mikill hænuhaus, þannig að Solla var orðin verulega drukkin. Já og ekki má gleyma öllum skotunum. En Thorvaldsen var tekin með trompi, nældi mér í Serba W00t og týndi honum síðan. En vá hvað maðurinn er með geðveikan líkama, rosa vöðvastæltur ég náði að kanna það sko Wink Síðan var kíkt á Rex og Viktor og endað á 20 kr. pylsu og kók. Þar fann ég reyndar Serbann minn aftur og skutluðu við honum heim. Ég hefði sjálfsagt fylgt honum ef ég hefði haft rænu til þess og ekki gubbað svona oft á leiðinni heim til hans. Hver veit kannski kíki ég á hann seinna, kemur í ljós. Jæja ég ætla að halda áfram í þynnkunni og Nachosinu. Kveð að sinni Solla Serbamær Cool


Haustdjamm í faðmi sérsveitarinnar

Mér finnst að helgar ættu að vera oftar í mánuði en 4 sinnum. Sl. vika hefur verið slatti erilsöm, byrjaði t.d í fagi dauðans í skólanum Pinch og tók við verkefni af aðstoðardeildarstjóranum í vinnunni (verð að standa mig þar sko) ofl. Ég hef því ákveðið að rasa ærlega út í formi djamms í kvöld. Þetta verður svona eins konar afmælisdjamm þar sem ég á pínulítið afmæli næsta mánudag. Við ætlum nokkur að fá okkur í glas og kíkja á mannlífið. Ég hef reyndar ekkert djammað síðan fyrstu helgina í júlí, þannig að það passar að löggan sendi sérsveitina á vaktina þegar ég fer af stað aftur, ekki get ég sagt að mér finnist það eitthvað slæmt þar sem ég er einlægur aðdáandi og veik fyrir mönnum í uniformi Cool Ég tek kannski upp á þeirri vitleysi að láta ,,handtaka" mig í kvöld, hver veit...annars er ég alltaf voða stillt á djamminu.....Whistling

Jæja ég ætla að skella mér í ljós núna svo maður verði ekki alveg eins og afturganga í kvöld. Kveðja Solla ,,sérsveitaraðdáandi" 


Er hægt að kaupa rólega daga einhversstaðar?

Ótrúlegt hvað það er alltaf mikið að gera á hverjum degi. Ég ákvað að láta dóttir mína í annan skóla sem er reyndar búinn að vera í huga mér í slatti mörg ár. Hún byrjaði þar sl. miðvikudag og virðist vera mjög ánægð. Nýji skólinn er aðeins á undan í kennslu t.d. er hún byrjuð að læra ensku þar og tölvur. Þetta er nákvæmlega það sem hún vill og finnst henni mjög gaman. Svo byrjar hún í söngskóla Maríu 8.sept. og í skák í skólanum seinna í september, þannig að það er sko alveg nóg að gera hjá henni. Kristófer saknar hennar svolítið úr leikskólanum en hann jafnar sig fljótt. Ég er svo að byrja í skólanum í næstu viku, get ekki sagt að ég sé neitt rosa spennt en það þarf að klára þetta. Jæja ég ætla að halda áfram að gera eitthvað af viti. Kveðja Solla órólega Grin


Enn að jafna mig

Jæja ætli maður þurfi ekki að setja eitthvað inn. Ég er bara enn að jafna mig á því að hafa þurft að borga helv.... tollinn. ALDREI reyna að vera hreinskilin við Tollgæsluna. Framvegis mun ég ljúga mig í kaf ef þeir voga sér að yrða á mig Devil En maður lærir af mistökunum. Ég hef nú svo sem komist með þokkalega mikið í gegnum tollinn í gegnum ævina, þannig að kannski ætti ég að þegja bara.

Svo er annað sem ég er að reyna að jafna mig á, og það er að frumburðurinn sé byrjaður í skóla. Karen mín fór sinn fyrsta skóladag sl. föstudag og vá maður hvað hún hefur stækkað, það bættist bara við heill meter. Hún er sem sagt ekki lengur litla músin mín heldur öfga skólapæja og hana nú!! Ef þetta allt tekur ekki á þá veit ég ekki hvað. Ég ætla því að halda áfram að reyna að jafna mig og kem með nýja færslu síðar (áfállahjálp óskast).

Kveðja Solla í sjokki Bandit


Home sweet home

Þá styttist í að ferðalagið okkar sé á enda. Þetta er búið að vera þvílíkt ævintýri, keyrsla frá Minneapolis til Winnipeg í Kanada, síðan til baka til Minneapolis og svo kíkt 1 sólarhring niður til Iowa city til að hitta kennarann minn. Ég finn samt fyrir smá leiða að vera að fara heim, þrátt fyrir það að mér hlakki til að koma heim (skrítið...). Jæja það má líta á björtu hliðarnar og spá í það sem við höfum verslað sem kemst fyrir í aðeins 8 ferðatöskum Smile Alklæðnaður á mig og ungana eins og það sé ekkert til á Íslandi, en ég meina það er ekki annað hægt en að sleppa sér hérna í Mall of America. Heyrumst næst á Fróni. Solla shoppoholic W00t


Loksins komin í nútímann :-)

Jæja ég mátti til með að stofna blogg eins og mikill hluti lifandi manna. Ég þarf reyndar að setja mig í rétta gírinn til að skrifa því ég hef ekki einu sinni átt dagbók, hvað þá heldur birt opinberlega efni eftir mig. En jæja einu sinni er allt fyrst. Ég er stödd í USA núna og upplifði fyrsta Tornato-inn minn í gær, það voru hagglél hérna á stærð við tennis- og golfkúlur. Ég fór ósjálfrátt að syngja í huganum ,,Ísland fagra Ísland, ástkær fósturjörð" Smile Ég held að ég geti hætt að tuða um veðráttuna á Íslandi eftir heimsókn mína hingað, ekki spurning. Jæja þetta er gott í bili. Ég segi bara til hamingju með bloggið við sjálfan mig. Kveð í bili.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband