Loksins komin í nútímann :-)

Jæja ég mátti til með að stofna blogg eins og mikill hluti lifandi manna. Ég þarf reyndar að setja mig í rétta gírinn til að skrifa því ég hef ekki einu sinni átt dagbók, hvað þá heldur birt opinberlega efni eftir mig. En jæja einu sinni er allt fyrst. Ég er stödd í USA núna og upplifði fyrsta Tornato-inn minn í gær, það voru hagglél hérna á stærð við tennis- og golfkúlur. Ég fór ósjálfrátt að syngja í huganum ,,Ísland fagra Ísland, ástkær fósturjörð" Smile Ég held að ég geti hætt að tuða um veðráttuna á Íslandi eftir heimsókn mína hingað, ekki spurning. Jæja þetta er gott í bili. Ég segi bara til hamingju með bloggið við sjálfan mig. Kveð í bili.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl kæra vinkona ....gaman að sjá þig í bloggheiminum:)

Vertu dugleg að blogga og skellum okkur á kaffihús þegar ég kem í bæinn;)

Kveðja Inda

Inda 15.8.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband