Jæja ætli maður þurfi ekki að setja eitthvað inn. Ég er bara enn að jafna mig á því að hafa þurft að borga helv.... tollinn. ALDREI reyna að vera hreinskilin við Tollgæsluna. Framvegis mun ég ljúga mig í kaf ef þeir voga sér að yrða á mig En maður lærir af mistökunum. Ég hef nú svo sem komist með þokkalega mikið í gegnum tollinn í gegnum ævina, þannig að kannski ætti ég að þegja bara.
Svo er annað sem ég er að reyna að jafna mig á, og það er að frumburðurinn sé byrjaður í skóla. Karen mín fór sinn fyrsta skóladag sl. föstudag og vá maður hvað hún hefur stækkað, það bættist bara við heill meter. Hún er sem sagt ekki lengur litla músin mín heldur öfga skólapæja og hana nú!! Ef þetta allt tekur ekki á þá veit ég ekki hvað. Ég ætla því að halda áfram að reyna að jafna mig og kem með nýja færslu síðar (áfállahjálp óskast).
Kveðja Solla í sjokki
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
he he ......það er regla að ljúga að tollinum, hvernig datt þér í hug að vera heiðarleg við þá?? :)
Já, er litla skvís byrjuð í skólanum :) Solla mín, þetta á bara eftir að versna LOL
Alli er kominn í "gaggó" og það er bara vesen:)
Kveðja Inda
Inda 28.8.2007 kl. 16:11
hehe fékkstu ekki að sleppa tollinum. Alveg ömurlegt að borga svona mikið, þó maður tapi sér á visakortinu ein staka sinnum.....................
Guðrún 12-E 31.8.2007 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.