Haustdjamm í faðmi sérsveitarinnar

Mér finnst að helgar ættu að vera oftar í mánuði en 4 sinnum. Sl. vika hefur verið slatti erilsöm, byrjaði t.d í fagi dauðans í skólanum Pinch og tók við verkefni af aðstoðardeildarstjóranum í vinnunni (verð að standa mig þar sko) ofl. Ég hef því ákveðið að rasa ærlega út í formi djamms í kvöld. Þetta verður svona eins konar afmælisdjamm þar sem ég á pínulítið afmæli næsta mánudag. Við ætlum nokkur að fá okkur í glas og kíkja á mannlífið. Ég hef reyndar ekkert djammað síðan fyrstu helgina í júlí, þannig að það passar að löggan sendi sérsveitina á vaktina þegar ég fer af stað aftur, ekki get ég sagt að mér finnist það eitthvað slæmt þar sem ég er einlægur aðdáandi og veik fyrir mönnum í uniformi Cool Ég tek kannski upp á þeirri vitleysi að láta ,,handtaka" mig í kvöld, hver veit...annars er ég alltaf voða stillt á djamminu.....Whistling

Jæja ég ætla að skella mér í ljós núna svo maður verði ekki alveg eins og afturganga í kvöld. Kveðja Solla ,,sérsveitaraðdáandi" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er líka aðdáandi kvenna í uniformi

Góða skemmtun ! 

 Ég skila kveðju til tollgæslunnar frá þér á morgunn

Ciao !! 

Hjalli 8.9.2007 kl. 19:34

2 identicon

LOL

Solla er sérstaklega hrifin af þeim þessa daganna:)

Kveðja Inda

Inda 9.9.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband