Það er ágætt að gefa sér tíma í lok hverrrar viku og renna yfir hana, svona til að átta sig á því hvort maður hafi gert eitthvað að viti Ég fór t.d. út að borða á Hótel Selfoss á afmælisdaginn (mánud.kv.), horfði á DVD (þriðjud.kv. + fimmtud.kv.), blind date (miðvikud.kv.) og vinna (föstud.kv.). Sem sé ég gerði bara slatti margt að viti.
En aðal fréttin er samt sú að ég drusslaðist í ræktina í gær, eftir rúmlega 2 mánaða hlé og komst að því að kortið mitt rennur út 19.sept. Ekki seinna vænna að byrja aftur. Ég ætla reyndar að kaupa aftur árskort en færa mig um stað, hætta hjá Báru og fara í Hreyfingu. Ég gerði veðmál við Söru hjúkkunema um að losna við lágmark 5 kg. fyrir jólin og allt þar yfir er plús. Við viktuðum okkur í gær, og vá það var nett hjartaáfall á staðnum. Sem betur fer voru við staddar í vinnunni (hjartadeild) þannig að það var hægt að hnoða okkur í gang (smá ýkjur, en samt). Sú sem tapar á að splæsa rauðvíni og osta fyrir 4000 kr. á hina. Ég ÆTLA SKO EKKI AÐ TAPA!!!!! Þannig að nú er ég bara að undirbúa mig andlega fyrir líkamlegu átökin. Bless súkkulaði, sukkfæði, djamm ofl. Okey kannski ekki alveg djamm, en bara x2 svar til jóla.
Jæja best að fara að hreyfa sig. Kveð að sinni, Solla stirða
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvís..
Komdu með mér niður í World Class! Það er æði að vera þar!
Kveðja Inda
Inda 16.9.2007 kl. 22:39
Hæ skvís.
Ertu hætt í Baðhúsinu? Ég var einmitt að hugsa til þín í sl. viku. Það er dans í World Class kl.20:35 x2 í viku sem ég ætlaði að draga þig í. Ég verð síðan að fara að kíkja á þig t.d. miðvikudaginn um hádegið???
Solla 17.9.2007 kl. 17:48
Blessuð skvísa. Herru, omg hvað north face er með truflaðar flíspeysur líka.....ég ætla að kaupa mér einar fimm heheheeh. Hvernig var með tölvupóstinn sem þú ætlar að senda fyrir mig??? Ertu ekki með sambönd?? Vildi líka láta þig vita að ég flýtti ferðinni minni til USA um heilan mánuð hehe er að fara eftir mánuð.
Guðrún 12-E 18.9.2007 kl. 22:48
Þú getur allt það er ekki málið..... hef séð þig gera það
Aron 19.9.2007 kl. 18:25
ég get svarið það solla að nú færð þú titilinn latasti bloggarinn!!!!!
Guðrún 12-E 23.9.2007 kl. 22:15
Ja Guðrún, ef hún ætlar að standa sig eins vel í ræktinni eins og blogginu þá verður hún orðin 200 kg fyrir jólin
Inda 24.9.2007 kl. 21:03
Já hehehe guð minn góður sko!!!!
Guðrún 12-E 24.9.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.