Ég á mér nánast ekkert líf. Sl. föstudag tók ég próf kl. 15 (fékk 8,5 í því) og þegar það var búið var rokið upp í sveit með skólanum hennar Karenar í brjáluðum kulda og roki til að ná í jólatré. Svo kl. 20 var ég mætt á kvöldvakt og var til rúmlega miðnættis. Næstu 5 daga á eftir eða þar til í gær hef ég verið á morgunvöktum, sem sagt 6 vaktir í röð og er það slatti. En eitthvað verður maður að gera því deildin var nánast starfsmannalaus vegna veikinda og þá reddar maður. Svo var lært fram yfir miðnætti í gær. Þegar ég vaknaði í morgun leið mér eins og eftir stórt fyllerí og hélt ég áfram að sofa til hádegis, þá fyrst skreið ég á fætur.
Núna er ég að hressast og get því byrjað aftur að læra. Félagslífið mitt er í mínus, það er svo slapt. Sem sagt þokkalega dautt hér á bæ fyrir utan skólann og vinnuna En þetta breytist e. 17.des. Þá fer ég undan feldinum og meðal fólks aftur. En verð víst að fara að sofa núna, kveð í bili Solla nörd
Myndaalbúm
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já kannast við þetta Solla mín hahaha einhverra hluta vegna er ég eingöngu á mv þennan mánuðinn hahahaha
Guðrún 12.E 11.12.2007 kl. 16:12
Hæ pæja
fínar myndir úr þessu bara fína partý ;)
Gangi þér vel að læra fyrir prófið,þu stendur þig vel :) svo styttist í jólin GAMAN GAMAN.
Hlakka til að sjá þig á laugardagskvöldið í DVD og smá slúður með því :p
Helena 12.12.2007 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.