Jæja sökum mikilla anna (hver er þessi anna) hef ég ekkert komist í að blogga. Ætla að reyna að bæta úr þessu rugli mínu. Smá upplýsingar varðandi mig og mitt líf sl. mán.
Ég átti að vinna á aðfangadagskvöld en rétt fyrir mætingu fékk ég símtal frá deildinni þar sem mér var tilkynnt að ég þyrfti ekki að mæta Ég ákvað það að næstu jól ætla ég að vera erlendis. Það er svo hundleiðinlegt að vera á klakanum um jólin og þegar ég hef prófað annað eins og gerði jólin 2006-2007 þá vil ég ekkert hanga heima.
Í janúar hef ég verið að vinna eins og skepna. Tók einnig þá ákvörðun að skella mér á námslán og hætta að vinna 1.feb. til 1.sept. meðan ég klára mastersritgerðina. Þetta er 30 ein. rannsókn og svo er ég með 4 ein. í töflu þannig að ég hef nóg að gera. Svo er bara að sjá hvað ég fæ marga styrki og hversu háir þeir verða. Kannski nógu mikið til að borga strax námslánin í burtu. Það er bjartsýni en hey maður verður að lifa í voninni
Þetta er svona nóg í bili, ekkert slúður úr einkalífinu því ég á ekkert einkalíf Vonandi lagast það á þessu ári. Kveðja Solla skólanörd.......
Bloggar | 1.2.2008 | 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég á mér nánast ekkert líf. Sl. föstudag tók ég próf kl. 15 (fékk 8,5 í því) og þegar það var búið var rokið upp í sveit með skólanum hennar Karenar í brjáluðum kulda og roki til að ná í jólatré. Svo kl. 20 var ég mætt á kvöldvakt og var til rúmlega miðnættis. Næstu 5 daga á eftir eða þar til í gær hef ég verið á morgunvöktum, sem sagt 6 vaktir í röð og er það slatti. En eitthvað verður maður að gera því deildin var nánast starfsmannalaus vegna veikinda og þá reddar maður. Svo var lært fram yfir miðnætti í gær. Þegar ég vaknaði í morgun leið mér eins og eftir stórt fyllerí og hélt ég áfram að sofa til hádegis, þá fyrst skreið ég á fætur.
Núna er ég að hressast og get því byrjað aftur að læra. Félagslífið mitt er í mínus, það er svo slapt. Sem sagt þokkalega dautt hér á bæ fyrir utan skólann og vinnuna En þetta breytist e. 17.des. Þá fer ég undan feldinum og meðal fólks aftur. En verð víst að fara að sofa núna, kveð í bili Solla nörd
Bloggar | 7.12.2007 | 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loksins skelli ég inn nokrum línum. Ég ætlaði að loka fyrir athugasemdirnar en hætti við, Eros og Zorro mega skrifa hvað sem hann/þeir vilja, ég tek öllu með stóískri ró. En takk samt fyrir athyglina, hef bara gaman af því
En nóg um það. Eins og flestir lesendur vita var smá teiti sl. laugardag í boði Sollu. Þarna mættu góðir og vel valdir vinir eins og t.d. Helena, Fjóla systir, Konni, Stulli ofl. Takk fyrir yndislega stund elskurnar, skemmti mér konunglega með ykkur. Eftir partýið kíktum við aðeins niður í bæ sem var alveg ágætt. Ég og vinkona mín komumst ekkert á séns, enda vorum við voða rólegar í málunum. Maður er með önnur járn í eldinum þessa dagana sem koma kannski seinna í ljós
Jæja þetta er gott í bili, ég er að byrja að sökkva mér í námið því það er próf 30.nóv. og 17.des. Held að ég verði líflaus þangað til þeim er lokið. En kveð í bili og nýjar myndir af partýinu koma fljótlega inn.
Bloggar | 23.11.2007 | 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú er styttra á milli bloggana hjá mér. Var að vinna feitt um helgina, oooo nenni svo innilega ekki þessarri vaktavinnu. Vonandi á það eftir að lagast í ókominni framtíð og með meira námi Einhver Eros hefur verið að kynda undir forvitni mína hérna, og finnst mér það ekki sniðugt. Hins vegar hefur hann fengið mig til að hugsa um alla þá góðu stráka sem ég hef kynnst í gegnum lífið og farið rosalega ílla með, mér að vitandi og ó aðvitandi Tel ég mína stráka ógjæfu stafa af því, fékk þetta sem sagt allt tilbaka í hausinn á mér.
Framvegis ætla ég að leyfa ,,góðu" strákunum að fá séns, en þeir verða samt að standast nokkrar af mínum kröfum. Ég er að spá í að kíkja á kaffihús annað kvöld og föstudagskvöldið, með ónefndum aðilum. Síðan er ég með smá teiti fyrir nánustu vini og aðstandendur (not) næsta laugardagskvöld, og mottóið hjá mér og vinkonu minni þá er að við ÆTLUM að komast á séns. Ég hef reyndar prófað x2 svar að fara á djammið með því hugarfari og hef komist í bæði skiptin á séns. Þannig að það er aldrei að vita, kannski geng ég út Kveð að sinni.......
Bloggar | 13.11.2007 | 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Halló allir.
Já ég er lifandi, en hef klikkað feitt á að blogga. Síðustu vikur hafa reyndar verið afskaplega rólegar, hef unnið og skólast feitt. Reyndar fór ég að djamma sl. laugardagskvöld og viti menn, kom ekki heim fyrr en kl.8 um morguninn. Það er reyndar ekkert nýtt, ef ég fer að djamma þá tek ég það feitt út. Ég er reyndar að spá í að hafa smá teiti 17.nóv. fyrir ykkur sem hafið áhuga á að kíkja á mig. En síðan verður ekki djammað aftur fyrr en á jólafagnaðinum á spítalanum í miðjum des.
Það er reyndar ýmislegt að gerast í mínu lífi sem ég tel ekki við hæfi að blogga hér, allavegana ekki í bili. Hlutir sem geta átt eftir að breyta mörgu í mínu lífi. Þið ykkar sem eruð forvitin getið bjallað eða beðið eftir nánari útskýringu hérna.
Tilhugalífið mitt er jafn þurrt og Sahara, ég held bara að ég gerist nunna eða ekki..... Inda vinkona ætlar að reyna að koma mér út 2.des. en ég á nú eftir að sjá það gerast, suss. Mér er ætlað að vera single.
Jæja ágætu hálsar, kveð að sinni....................
Bloggar | 6.11.2007 | 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Bloggar | 16.10.2007 | 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Jæja maður verður víst að hella úr sér hérna.
Síðasta helgi var algjör snilld. Hef reyndar ekki upplifað svona skemmtilega helgi í ógó mörg ár. Eins og flestir lesendur mínir vita voru 2 partý á föstud. Ég og Anna sjúkraliði hittumst heima hjá mér og byrjuðum að sötra kl.17 Fjóla systir kom og skuttlaði okkur í fyrra partýið. Þar var meðalaldurinn 40+ þannig að ég stoppaði c.a 2 klst. en náði samt að slúðra og knúsa þær sem ég sakna af deildinni. Svo kom Fjóla systir aftur og skutlaði mér í hitt partýið, Fjóla þú ert æði takk elskan. Þar var ég til c.a 3 um nóttina. Vá hvað það var gaman, mikið hlegið, myndavélin var misnotuð og svo tókum við Gunna vinnupæja okkur til og sungum snildar vel í singstar (Material girl).
Laugardagurinn byrjaði með smá hausverk, en hann jafnaði sig eftir sukkfæði a la Aktu Taktu. Um kl.17 hélt ég af stað og náði í Konna vin minn og Unu og við brunuðum upp á Skaga. Fyrrihluti kvöldsins var grín í boði Sollu (not) þar sem 2-3 aðilum tókst að skjóta á mig eins og í versta stríði. Þeir komust nefnilega að því að ég er ROSALEGA saklaus stelpa Um nóttina var haldið af stað í Mörkina sem er pöbb, skemmti mér konunglega. Eftir lokun var eftirpartý og sofnaði liðið ekki fyrr en undir morgun, algjör menntaskólafýlingur. Nota bene það var sofið í öllum herbergjum nema baðinu. Ég vakti náttúrulega alla um kl.10 því mér leiddist, rosa vinsæl. En svo seinni partinn þá lagði ég mig hjá Konna og Rúnari, algjör snilld
Svona helgi kemur pottþétt ekki á næstunni í mínu lífi. Enn smá þreytt eftir hana en jafnframt mjög ánægð. Kveð að sinni, Solla partýdýr.
Bloggar | 11.10.2007 | 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jæja ég viðurkenni það hér og nú að ég hef verið léleg í gyminu í vikunni en það er bara búið að vera krazy að gera hjá mér í skóla, vinnu og börnum. Ég bæti þetta bara upp síðar, hef engar áhyggjur.
Í gær bættist við enn eitt partýið þannig að þau eru orðin 3. Anna sjúkraliði og kær vinkona kemur til mína um kl. 16:30 á morgun og við ætlum að fá okkur smá í litlu tánna. Síðan förum við í partý sem tilheyrir hennar deild og er jafnframt gamla vinnudeildin mín (Bæklun). Okkur sem erum hættar er boðið í þetta partý, rosa gaman. Upp úr kl.20 læt ég mig hverfa úr því og fer í hitt hjúkkupartýið sem er nýja vinnudeildin mín. Þetta verður stanslaus gleði og bærinn á eftir að fyllast af hjúkkum og sjúkraliðum, passið ykkur
Svo er það Skaginn á laugardaginn. Kveð að sinni, Solla partýljón
Bloggar | 4.10.2007 | 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vitiði vikurnar eru svo fljótar að líða að ef ég passa mig ekki að blogga reglulega gleymi ég hvað ég hef verið að gera En það sem ég man er að helgin sem var að líða, var ROSALEGA róleg. Ég lærði með 2 konum úr skólanum á laugardaginn og var farin að sofa fyrir miðnætti það kvöld og föstudaginn og sunnudaginn notaði ég til að drösla gríslingunum með mér í heimsókn til ættingja. Já frekar rólegt líf. Fór reyndar í gymið laugard. og sunnud. en frí í dag. Sú stutta var nefnilega í fríi frá skólanum og við vorum að mæðgast saman En ég á sko eftir að taka rólegheitin út, því næstu helgi er ég ekki bara að fara í vinnudjamm, heldur fer ég á laugardeginum í partý upp á Skaganum. Hef aldrei djammað þar og því tími til kominn að prófa það.
Jæja gott í bili en þangað til næst, verið góð við hvort annað. Kveðja Solla súperspekingur
Bloggar | 1.10.2007 | 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vá hvað ég er til skammar hér í bloggheiminum Rétt hjá ykkur Gunna og Inda, en ég ætla SKO EKKI að vera svona í veðmálinu, shitt maður. Það er bara svo lítið að frétta af mér, nema ég var ógó dugleg og keypti mér kort í Laugum sl. föstudag og heyr heyr ég er búin að fara x3 svar síðan þá. Hef reyndar ákveðið að fara ekki þá daga sem ég er á morgunvakt, en það er bara max 2 dagar í viku þannig að ég ætti að geta farið alla hina dagana. Matarræðið er að komast í form samhliða þessu, ekkert nartað e. kl.20 á kvöldin En nú styttist í vinnupartýið, og Gunna smá til þín Tómas er á kvöldvakt og þú á morgun (ef þú vissir það ekki nú þegar) þannig að við ættum að geta verið skemmtilega léttar í sameiningu þetta kvöld
Já og smá aðrar fréttir, ég framlengdi leigusamningnum um 3 mán. þannig að ég tek við íbúðinni 1.júní í staðin fyrir 1.mars. Það er bara fínt, þá verð ég búin að fá flestu styrkina varðandi skólann og get þá keypt mér allt sem ég vil til að breyta íbúðinni.
En jæja best að kíkja á þessar blessuðu vaktaskýrslur a la sjúkraliða, kveð í kútinn. Solla spræka.
Bloggar | 26.9.2007 | 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar